top of page
Logo_svarthvitt_gegnsær_bakgrunnur-04.png

Sviðsdáleiðsla og hugsanalestur

Stórskemmtileg og bráðfyndin sýning sem felur í sér tilvalda skemmtun fyrir menntaskóla, háskóla, stofnanir, samtök og stærri fyrirtæki. 

sara_nameglow.png
Um Syninguna
glitter circle.png

Um Sýninguna

3.png

Ef þú vilt stórkostlega fyndna og skemmtilega sýningu þar sem skemmtun, fyndni, hlátri, fræðslu og heilun er blandað saman í eina bombu ertu á réttum stað. Í fyrsta sinn í sögu dáleiðslu er í boði dáleiðslu og hugsanalesturs sýning sem fær áhorfendur og þátttakendur til að veina af hlátri og um leið öðlast stórkostlega innri breytingu eins og að hætta neikvæðu sjálfsniðurrifi og fá frið í hjartað. 

Í sýningunni taka þátt u.þ.b. 20-30 sjálfboðaliðar úr hópi áhorfenda sem verða dáleiddir upp á sviði. Sjálfboðaliðarnir munu tímabundið trúa hverju því sem dáleiðarinn telur þeim trú um, t.d. að þeim sé rosalega kalt eða heitt, að þeir muni ekki lengur hvað þeir heita, að þeir séu ástfangnir af kústi eða að belti sé snákur. Þeir munu trúa því að þeir séu frægur óperusöngvari og syngja óperusöng eða að keppa í heimsfrægri danskeppni og þeirra atriði er lokaatriðið. Þeir munu skýrlega sjá og upplifa hluti sem eru ekki til heldur ýmindun ein. 

 

Um stórkostlega skemmtun er að ræða þar sem brugðið er á leik - en á sama tíma er alvarlegri undirtónn þar sem bæði sjálfboðaliðar og áhorfendum er boðið í ferðalag þar sem neikvætt sjálfsniðurrif og sjálfsfordæming eru kvödd fyrir fullt og allt og í staðinn kemur friður í hjartað, sátt við sjálfið, sjálfsmildi og heilbrigð sjálfsást. 

 

Sýning þessi er fullkomið tækifæri fyrir áhorfendur sem vilja frábæra skemmtun og hlátur en um leið fá eitthvað sem skilur eftir sig varanlega og heilbrigða innri breytingu en Sara hefur um árabil verið einn fremsti meðferðardáleiðari Íslands og því þrautreynd á því sviði. 

Um Söru

Sara Pálsdóttir er lögfræðingur, orkuheilari og dáleiðari. Dáleiðsla umbreytti lífi hennar á sínum tíma þegar hún sigraðist á alkohólisma, átröskun, kvíða, síþreytu og vöðvabólgu. Eftir það breytti hún um stefnu í lífinu og lærði dáleiðslu til að geta hjálpað fólki að fá frelsi frá áföllum, þjáningu og kvíða. Sara er einn vinsælasti dáleiðari landsins og hafa mörg hundruð Íslendingar sótt dáleiðslunámskeið hennar.

about sara.png

Myndbönd og myndir

Um hugsanalestur

Ég mun ganga um svæðið á milli fólks eða milli borða og fá fólk til að veina út hlátri og gapa af undrun! Stórkostleg skemmtun fyrir allan aldur. 

 

Get ég lesið hugsanir þínar?

 

Get ég farið inn í framtíðina og lesið hugsanir sem þú átt eftir að hugsa?

 

Get ég látið einhvern efnislegan hlut hverfa með hugarorkunni einni saman, og birtast einhversstaðar annarsstaðar?

Ég mun mæta á svæðið og í 1-2 klukkustundir ganga á milli og skemmta fólki með því að lesa hugsanir þess og vekja undrun, kátínu og fát sem gerir þinn viðburð algerlega ógleymanlegan!

 

Um stórkostlega skemmtun er að ræða þar sem brugðið er á leik með óvæntum og mögnuðum hætti.

 

Hentar bæði fyrir viðburði/skemmtun þar sem setið er til borðs, sem og þar sem fólk er standandi.

Hafa Samband

SENDU MÉR TÖLVUPÓST

Þakka þér fyrir að senda inn!

691-7111

sara@lausnir.is

www.frelsifrakvida.is

bottom of page