top of page

Umsagnir Viðskiptavina

Elsku Sara.

Nú þegar hálft ár er liðið frá því að ég kynntist þér langar mig að segja þér frá mínum bata. Málið er nefnilega það að ef ég hefði ekki kynnst þér á versta tíma lífsins stæði ég ekki þar sem ég er í dag. Í dag er ég framar sjálfri mér á allan máta. Algjörlega óvænt kynnist ég þér og þínum fræðum. Ég get ekki sagt að batinn hafi komið hægt og bítandi því að eftir að hafa hitt þig og farið að hlusta reglulega á efnið þitt gerðust hlutirnir mjög hratt. Eftir viku fann ég mun og eftir mánuð var ég komin á allt annan stað án þess að gera nokkuð annað en að fylgja þér. Mér fannst reyndar þá að ég væri komin með fullan bata, en eftir því sem lengra líður hef ég áttað mig á því að fylgja þér daglega gefur mér nýja lífssýn og hvetur mig til dáða á hverjum degi ásamt því að kenna mér að stíga skrefin fram á við þó eitthvað bjáti á. Nú er ég farin að gera alla þá hluti sem ég ekki gat gert áður og veit að hver dagur á eftir að efla mig og styrkja í vegferðinni til betra lífs. Í kjölfarið hef ég leitað mér allskonar hluta til eflingar og sé nú að ég get gert hvað sem er, laus við kvíða, minnimáttarkennd og vantrú á lífið. Ég er minn gæfusmiður héðan í frá og minn eiginn sigurvegari. Ég hef leitast við að segja fólki í kringum mig frá þér og þinni lífssýn og vildi svo geta ráðlagt öllum að hræðast ekki að legga af stað og taka þátt því það skilar sér margfallt á lífsleiðinni.  

Guðný Birna Rosenkjær

Mikið rosalega er gott að hlusta á hana fallegu og skemmtilegu Söru. Hún hjálpar manni að sjá kvíðann í öðru ljósi og eitthvað sem hægt er að yfirstíga 😊

davíð routley

Mjög svo árangursríkt, vel unnið og skemmtilegt efni með öllum þeim tækjum og tólum sem þú þarft til að brjótast út úr hinu daglega neikvæða hugsanamynstri.  
Þakklæti, gleði, friður❤️

Andri

Eitt út sagt frábært ❤️ Takk svo mikið Sara Páls rengi svo við þína sögu, sem er svo gott og styrkir vonina um frelsi ❤️❤️❤️🙏😇 GO GO GO 

Svanhildur Maríasdóttir

Ofsalega vel sett upp námskeið, gagnlegt og gott. Kærar þakkir fyrir mig.

Lára Hildur Þórsdóttir

Mjög gott bara 

Jonbjorninn Edduson

Fleiri umsagnir

unnamed.png

Aðalbjörg Stefánsdóttir, 5 July 2023, went through the online course Freedom from anxiety:

Umsogn_Adalheidur-5-juli23-.jpg

Kvíði – Meltingarvandamál – IBS – Magaverkir – Fæðuóþol o.fl.

Það er gríðarlega algengt að þeir sem hafa lengi glímt við kvíða glími við hvimleið líkamleg einkenni samhliða, t.d. magaverki, meltingartruflanir, fæðuóþol ofl.

Kvíði er neikvæð orka sem situr föst í líkamanum einhvers staðar. Klassískur staður er maginn og meltingarsvæði sem síðan getur búið til framangreind einkenni.

Hún Hildigunnur þekkti vel slík einkenni enda hafði hún glímt við óútskýrð magavandamál og verki í 10 ár. Einnig mikinn kvíða.

Eftir aðeins 3 vikur á námskeiðinu Frelsi frá kvíða var hún laus við magaverkinn og stuttu síðar orðin frjáls frá kvíðanum og stressi. 

Hún sendi inn þessa fallegu umsögn sem hún gaf mér leyfi til að birta með nafni

Umsogn-Hildigunnur-Hermannsd.png

Í ágúst 2022 leitaði til mín ung kona með mikla áfallasögu. Hún var komin í þrot með vanlíðan og veikindi og var við það að gefast upp eftir að hafa leitað allra leiða til að líða betur en ekkert virkaði. Hún byrjaði á að vinna sig í gegn um námskeiðið Frelsi frá kvíða, kom svo í 2 einkatíma og árangurinn er stórkostlegur! Hún sendi mér umsögn í dag og gaf mér leyfi til að birta hana ásamt bréfinu sem hún sendi mér fyrst þegar hún leitaði til mín:

Umsogn_-.jpg
Umsogn1.jpg
Screenshot-2022-12-15-at-08.25.41.png
Umsogn1.jpg
Umsogn2.jpg
Umsogn6.jpg
Umsogn8.jpg
Umsogn9.jpg
Umsogn10.jpg
Umsogn3.jpg

Hún Kamilla kom til mín í meðferð þann 6 apríl 2022 og lauk henni þann 18. maí 2022 Meðferðin hennar var: 2 skipti í einkadáleiðslu + námskeiðið Frelsi frá kvíða.

292599486_592688892197620_2482935978060794256_n.png
Umsogn11.jpg

Arnrún Eik:

Þann 1. júní 2022 hafði ung og hæfileikarík kona samband við mig vegna ævilangs kvíða, vanlíðunar og verkja. Við ræddum saman á Zoom og ég skrifaði niður einkennin sem hún var að upplifa (sjá mynd). Bataplanið hennar var:
Námskeiðið Frelsi frá kvíða og
2x einkadáleiðslur.
Hún vann ötullega í námskeiðinu og kom í fyrri dáleiðsluna þann 1 júlí s.l. Þegar kom að seinni einkatímanum hafði Arnrún samband og afpantaði, enda var hún kominn með algert frelsi frá kvíða (og verkjum og þreytu líka) og hafði enga þörf fyrir seinni tímann!

IMG_6401-scaled.jpg

S.S. nafnlaus umsögn, 4. júlí 2022

PastedGraphic-2.png

G.S. nafnlaus umsögn, 2. júní 2022

PastedGraphic-3.png

S.S., nafnlaus umsögn, 27. maí 2022

Þessi frábæri maður kom til mín þjakaður af langvarandi kvíða, lágu sjálfsmati, streitu og krónískum verkjum.
Bata-Planið hans var:
tvær einka-dáleiðslur ásamt námskeiðinu Frelsi frá kvíða.

Í dáleiðslunum fjarlægðum við rætur kvíðans og verkjanna og á námskeiðinu vann hann ötullega að eigin bata og þjálfaði sig í að öðlast heilbrigt hugarfar.
Á aðeins fáeinum vikum var hann farinn að finna mikinn mun á sér og fékk hann ótrúlega góðan bata, bæði andlega og líkamlega.
Í dag er hann frjálsari, heilbrigðari og hamingjusamari. Þá getur hann sjálfur haldið áfram batagöngu sinni með öllum þeim tækjum og tólum sem hann lærði á námskeiðinu Frelsi frá kvíða 

284264975_565042688295574_601698310132422831_n.png
bottom of page