Er þér farið að líða illa í vinnunni?
Ert þú farin/n að finna fyrir einkennum eins og kvíða, óöryggi, ótta, streitu, þreytu, vöðvabólgu, verkjum spennu og almennri neikvæðni?
Ertu farin/n að glíma við tíð veikindi, jafnvel langvinn veikindi eða kulnun?
Eða ert þú stjórnandi í fyrirtæki/stofnun og ert farin/n að sjá slík einkenni hjá sjálfri/sjálfum þér eða starfsfólki þínu?
Þá er brýnt að grípa inn í þessa þróun strax og snúa henni við.
Af hverju þetta námskeið?
Skv. könnun hjá þáttakendum á námskeiðinu Vellíðan á vinnustað á líðan fyrir námskeiðið og síðan mánuði eftir námskeiðið:
KVÍÐI var að meðaltali 3,9 fyrir námskeið en er eftir námskeiðið 1,7 (þetta er 56% lækkun!)
ÁLAG var að meðaltali 5,5 fyrir námskeið en er eftir námskeið 2,7 (51% lækkun á álagi)
STREITA var að meðaltali 5,4 fyrir námskeið en er eftir námskeið 2 (63% minnkun á streitu!)
ÞREYTA var 5,4 er nú 2,7 (50% minni þreyta)
VERKIR voru 3,5 er nú 1,6 (54% minni verkir)
OFHUGSANIR/ÞRÁHYGGJA/NEIKVÆÐAR HUGSANIR var 4,75 er nú 1,57 (67% minna af neikvæðum hugsunum)Veikindadagar voru 1,4 en eru nú 1,1 (21% fækkun á veikindadögum).
Hvað er í boði?
1. Fyrirlestrar fyrir fyrirtæki / stofnanir
2. Styttri og lengri námskeið fyrir vinnustaði
3. Netnámskeið fyrir einstaklinga / starfsfólk
Fyrirlestrar og örnámskeið enda alltaf á leiddri hugleiðslu. Lengri námskeiðum og netnámskeiðinu fylgir pakki af hugleiðslum sem unnt er að hlusta á aftur og aftur.
Þú lærir:
-
Að þekkja hvað það er sem stýrir líðan þinni
-
Að stöðva mögulega neikvæða þróun á heilsufari
-
Að stýra hugsunum þínum og þannig stýra líðan þinni
-
Hvað þarf til að fá frelsi frá streitu og kvíða
-
Að nota hugleiðslur sem fylgja námskeiðinu
Námskeiðið er fyrir:
-
Leiðtoga og stjórnendur sem er umhugað um líðan starfsfólks
-
Alla sem vilja stíga upp til áhrifa og ábyrgðar og stuðla að ánægðu starfsfólki á heilbrigðum vinnustað
-
Alla sem vilja ná betri árangri, líða betur og öðast frelsi frá streitu og kvíða hvort sem það er heimafyrir eða á vinnustaðnum
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
-
Hvað er það sem stýrir líðan okkar, heilsu og velgengni á vinnustað?
-
Hvað veldur kvíða, vanlíðan og streitu á vinnustað sem jafnvel getur endað með kulnun eða örmögnun?
-
Hef ég eitthvað með þetta sjálf/ur að gera eða snýst þetta allt um hversu há laun ég fæ, fríðindin, eða vinnuaðstæður?
-
Hvernig getum við komið í veg fyrir vanlíðan, streitu og kulnun og verið í frelsi og vellíðan í vinnunni.
-
Er mögulegt að vera frjáls frá streitu og kvíða í vinnu og líða vel alla daga? Hvernig?
-
Plús: Undra-tólið ,,hugleiðsla á vinnustað“ sem getur fækkað veikindadögum um 76% og margfaldað vellíðan og starfsánægju!
Undratólið hugleiðsla á vinnustað
- áskrift fyrir vinnustaði
Vissir þú að rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla á vinnustað getur fækkað veikindadögum starfsfólks um allt að 76% og stóraukið framleiðni og hagnað fyrirtækisins?
Vissir þú að rannsóknir hafa sýnt að regluleg hugleiðsla á vinnustað getur fækkað fjarvistum starfsfólks um allt að 85%, aukið framleiðni um allt að 120%, aukið gæðastjórnun um 240%?
Hugleiðsla á vinnustað er í síauknum mæli farin að ryðja sér til rúms í vinnustaðamenningu víðs vegar um heiminn, ekki síst vegna þeirra afgerandi rannsóknarniðurstaðna um velgengni þeirra fyrirtækja og stofnana sem innleiða slíka menningu inn á vinnustaðinn.
Sara Pálsdóttir er sannkallaður meistari þegar kemur að leiddum hugleiðslum sem hafa það að markmiði að eyða rótum kvíða, streitu, neikvæðra hugsana, sjálfsefa, áfalla, sjálfsniðurrifs, óöryggis, þreytu og spennu.
Sara býður upp á áskriftarpakkann Hugleiðsla á vinnustað - sem samanstendur af pakka af stuttum 10-15 mínútna hugleiðslum sem eru gríðarlega áhrifaríkar og sérhannaðar til að skapa vellíðan, slökun, frið, heilbrigði og velmegun á vinnustaðnum.
Fyrir þá sem hafa áhuga er fyrsta skrefið að bóka spjall á sara@lausnir.is - þá finnum við saman réttu lausnina fyrir þig og þitt samstarfsfólk.
„Ég er aftur orðin eins og ég var fyrir mörgum árum,,
Leiðbeinandi
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir er frumkvöðull, dáleiðari og lögmaður. Eftir að hafa sjálf fengið frelsi frá alvarlegum veikindum eins og fíkn, átröskun, kvíða, síþreytu, vöðvabólgu og krónískum verkjum, starfar Sara í dag við að hjálpa fólki að fá frelsi frá kvíða ofl. neikvæðum einkennum með stórkostlegum árangri.
Í síauknum mæli leita einstaklingar til Söru sem eru í kulnun, örmögnun og komnir í veikindaleyfi vegna þessa. Kvíði, streita, álag, ofhugsanir, þráhyggja, áhyggjur, niðurrif, ofl. óheilbrigði í hugarfari einstaklinga er meðal meginróta þessa vanda.
„Svefninn hefur snarbatnað og orkan og krafturinn komið til baka,,
Markmið námskeiðsins:
-
Að þátttakendur læri að þekkja hvað það er sem stýrir líðan okkar.
-
Að þátttakendur læri að stýra eigin hugsunum og öðlast heilbrigt hugarfar.
-
Að þáttakendur kunni áhrifaríkustu aðferðir sem til eru til að öðlast frelsi frá áföllum, kvíða og steitu.
-
Að þátttakendur geti verið í gleði, krafti og vellíðan í vinnu sem og heima fyrir.
-
Að þátttakendur læri að stunda reglulega hugleiðslu og hver ávinningur hennar er.
Verð
Verð fyrir netnámskeiðið er kr. 59.000.
Innifalið eru a.m.k. 4 klukkustundir af fræðsluefni, áhrifarík tól og tæki til að stýra hugsunum þínum og líðan þinni, fjöldi af leiddum hugleiðslum sem hjálpa þér að vinna í þínu frelsi frá kvíða og streitu og auka vellíðan á vinnustað sem og heima fyrir.
Aðgangurinn er ávallt opinn og hægt er að horfa aftur og aftur.
Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Verð fyrir fyrirlestra, styttri og lengri námskeið sem haldin eru í fyrirtækjum og stofnunum eru misjöfn eftir umfangi þjónustunnar. Fyrirspurnir og bókanir fara fram gegn um sara@lausnir.is
Slástu í hóp ánægðra viðskiptavina sem hafa bókað námskeiðið Vellíðan á vinnustað: